Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Endurgeiðsla gleraugna fyrir börn

26. janúar 2018 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Langt er um liðið frá því ég skrifaði hér en hyggst nú bæta úr.

Á miðvikudag lagði ég fram, í þriðja sinn, frumvarp um breytingu á lögum er varða endurgreiðslu vegna gleraugnakaupa barna.

Um er að ræða aukna endurgreiðslu til yngri barna og barna sem verða að fá gleraugu vegna sjúkdóms. Það er þannig að sjón fámenns hóps barna þroskast ekki eðilega nema þau noti gleraugu. Þessi gleraugu eru gjarna dýr og börn þurfa
til þess að öðlast eðlilega sjón og í þessum tilvikum eru gleraugun í rauninni hluti læknismeðferðar en ekki hjálpartæki. Þetta á einkum við um ung börn, þ.e. börn á aldrinum 4 til 8 ára eða svo.

En svo er það nú þannig að ung börn þurfa oft að endurnýja gleraugu þar sem þau skemmast eða sjónbreytingar eru örar.

Annar liður er svo sá að endurgreiðsla hefur ekki verið uppfærð frá því árið 2005 og það eitt og sér er alveg ótækt.

Ég vona svo sannarlega að velferðarnefnd afgreiði málið hratt og örugglega þar sem það hefur áður fengið jákvæða umfjöllun og umsagnir í velferðarnefnd. Ég mun fylgja málinu eftir bæði við nefndina og ráðherra.

Hér er að finna ræðu mína um málið.
http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20180124T185356

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).