Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Erfitt en gerlegt

20. nóvember 2017 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Staða okkar Vinstri grænna er vægast sagt flókin og erfið þessa dagana. Ég eins og margir félagar hef átt í innri togstreitu vegna þess samtals sem nú á sér stað. Ég á þá reynslu að hafa prófað flókna samsetningu í pólitísku samstarfi í sveitastjórn. Það var ekki auðvelt, ekki alltaf gott en kallaði á málamiðlanir en líka það að við þurftum ekki alltaf að vera sammála.

Ef færi reynist að við VG getum stöðvað einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu er til mikils unnið. Ef við getum þokað okkar VG málefnum áfram, sem ég ætla ekki að tíunda hér, þá tel ég til mikils unnið.

Enginn flokkur eða stefna vann og okkar í pólitíkinni er að vinna úr því.

Ég ræddi þessi mál við þá í síðdegisútvarpi Bylgjunnar þið sem viljið heyra hvað ég hafði að segja þá byrjar viðtalið á
mín. 1.29

Slóðin er hér. http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=SRCCC5B199F-35A6-4EBC-AE4A-E0324CC0837C

Svo vil ég benda ykkur á Silfrið sem mér þótti opinbera það að sú sýn sem sumir hafa á fimm eða sex flokka stjórn er fjarlægari en ég hefði viljað.

Brjóta niður kerfi - draga úr afskiptum ríkisvaldsins - hvað þýðir það?

Þetta voru orð Hönnu Katrínar í Silfrinu og Þorsteinn hefur verið á svipuðum nótum í þeim þáttum sem hann hefur komið fram í.

Við Vinstri græn viljum viljum sannarlega auka afskipti ríkisvaldsins t.d. í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngunum svo fátt eitt sé nefnt.

Þeir sem ekki sáu Silfrið geta nýtt sér slóðina hér að neðan.

http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/silfrid/20171120

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).