Fundur sauðfjárbænda í Ýdölum
Vegna bloggfærslu á 641.is þá verð ég að segja að mér þykir miður af hafa ekki fengið boð á þennan mikilvæga fund í Ýdölum. Vinstri græn hafa funduðu með formanni sauðfjárbænda og framkvæmdastjóra s.l. mánudag til að fara yfir þessa grafalvarlegu stöðu og Lilja Rafney Magnúsdóttir kallaði eftir fundi í atvinnuveganefnd eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.
Mér þykir hins vegar vegið að þingmönnum kjördæmisins í þessari frétt þar sem tekið er fram að “þingmaður norðausturkjördæmis” hafi mætt en “aðrir þingmenn kjördæmisins voru ekki á fundinum”.
Við sem berum hag bænda fyrir brjósti teljum að sjálfsögðu að þingmenn sem vilja búsetu um allt land standi saman í að leysa þetta verkefni eins og svo mörg önnur.
Posted in Óflokkað