Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Hvenær er rétti tíminn?

15. júní 2017 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Birtist á Kjarnanum í dag.

Það er vissu­lega krefj­andi að við­halda vel­ferð­ar­kerf­inu okkar og tryggja fram­tíð þess. Til þess þarf bæði gott skipu­lag í sam­tím­anum og skýra fram­tíð­ar­sýn en ekki síst trausta fjár­mögn­un. Þar eru skatt­tekjur mik­il­vægastar og að mati okkar Vinstri grænna ætti ekki að leita annað eftir fé til að greiða fyrir vel­ferð­ar­þjón­ustu. Við höfum ekki áhuga á að krefja sjúkt fólk um greiðslu fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu eða ung­menni um skóla­gjöld en við ætl­umst til þess að greiddir séu álagðir skattar af skatt­stofn­um. Við gerum kröfu um að arður af nátt­úru­auð­lindum falli í hlut allra lands­manna en ekki fámennra hags­muna­hópa. Við viljum að greiddur sé skattur af fjár­magnstekjum og við höfum alls ekk­ert umburð­ar­lyndi gagn­vart þeim sem víkja sér undan skyldu sinni við sam­fé­lag sitt í þessum efn­um.

Rík­is­stjórnin býð­ur­ ­upp á sögu­lega lága sam­neyslu í sinni fram­tíð­ar­sýn sem birt­ist í rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­inni sem sam­þykkt var á loka­dögum þings­ins og hún kemur svo sann­ar­lega ekki til móts við það sem lofað var fyrir kosn­ingar enda gaf fjár­mála­ráð henni fall­ein­kunn.

AUGLÝSING

Þjóðin eld­ist en þrátt fyrir það er ekki gert ráð fyrir upp­bygg­ingu í öldr­un­ar­þjón­ustu til að mæta þeirri brýnu þörf. Gert er ráð fyrir þyrlu­kaupum fyrir land­helg­is­gæsl­una en ekki á að tryggja á þær mann­skap. Við horfum fram á fækkun í lög­regl­unni af því að ekki er lagt nóg til. Það þarf að loka eða fækka hjá sýslu­mönnum vegna fjár­skorts og lík­lega verður það ekki síst á lands­byggð­inni. Það er gert ráð fyrir að fækka nem­endum í skólum og svo væri lengi hægt að telja. Það er upp­gangur í efna­hags­líf­inu og af hverju eiga öryrkjar, eldri borg­ar­ar, börn og ungt fólk sem er að koma sér upp hús­næði ekki að njóta? Hvenær skyldi vera rétti tím­inn til þess?

Mun­ur­inn á hægri og vinstri er skýr
Í til­lögum meiri­hluta fjár­laga­nefndar við rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ina er eitt og annað lagt til en engar form­legar breyt­ingar voru gerð­ar. En hver á að borga til­lög­urnar sem byggja á því að pen­ing­arnir fái að hald­ast í fram­halds­skól­un­um, að háskól­arnir njóti sam­bæri­legra fram­laga og á yfir­stand­andi ári? Það er ekk­ert skýrt, en það hlýtur að vera innan þess mála­sviðs þannig að ég velti fyrir mér hvort ein­hver mála­flokkur innan mál­efna­sviðs mennta­mál­anna hafi borð fyrir báru. Það held ég ekki. Hvaða mála­flokkur er svo feitur að hann geti séð af fjár­munum í eitt­hvað ann­að?

Mun­ur­inn á hægri og vinstri stefnu er alltaf aug­ljós þrátt fyrir að stundum sé öðru haldið fram. Það er aldrei erfitt að greina á milli félags­hyggju og jafn­að­ar­stefnu ann­ars vegar og sér­hyggju og kap­ít­al­isma hins veg­ar. Það er alltaf aug­ljóst þegar réttur hinna sterk­ari og rík­ari er meira virtur en réttur þeirra sem standa höllum fæti og hafa af litlu að taka. Þegar stjórn­völd hleypa afli auð­magns­ins að stjórn­ar­taumunum skap­ast það félags­lega órétt­læti sem við sjáum hér. Það er það sem er að ger­ast og það er það sem rík­is­fjár­mála­á­ætlun hægri flokk­anna end­ur­spegl­ar.

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).