Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Dónaskapur fjármálaráðherra

7. mars 2017 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Ræddi framkomu fjármálaráðherra í viðtalsþætti í morgun.

Frú forseti. Ég vil líka segja það að mér varð svolítið um í morgun þegar ég var að hlusta á Bylgjuna á leiðinni í vinnuna og heyrði í hæstv. ráðherra, af því hér hefur fólk verið gagnrýnt fyrir að láta ýmis orð falla sem þykja ekki viðeigandi. Ég sat í fjárlaganefnd fyrir jólin og var í þessari vinnu ásamt hæstv. forseta, hæstv. félags- og jafnréttisráðherra og hæstv. utanríkisráðherra. Samkvæmt orðum ráðherrans var þetta fólk siðlaust. Ég get engan veginn fallist á það að svo sé. Það er gríðarlegur ábyrgðarhluti fyrir ráðherrann að komast svo að orði og tala um að þingið hafi verið stjórnlaust. Í fjárlaganefnd sat hans fólk og eins fólk úr mínum flokki. Við vorum ekki stjórnlaus. Ég held að við höfum unnið botnlaust til þess að ná saman fjárlögum, sem reyndar núverandi ríkisstjórn skýlir sér nú á bak við eins og (Forseti hringir.) þau hafi verið lokapunktur og lokaorð alls. Komið hafði fram að það ætti ekki að vera svo heldur ætti að taka þau upp þegar ný ríkisstjórn tæki við völdum, sem hún hefur heykst á að gera.

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).