Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Flokksráðsfundur

4. mars 2017 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Tekið af vef mbl.is

„Víða um heim eru blik­ur á lofti í stjórn­mál­um og fé­lags­legu rétt­læti er ógnað.“ Þannig hefst stjórn­mála­álykt­un flokks­ráðsfund­ar Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs sem fram fór í dag í Hlé­garði í Mos­fells­bæ. Rík­is­stjórn­in sé skipuð flokk­um sem sam­ein­ist um hægri­stefnu og sem hafni því að sækja meira fjár­magn til auðug­asta fólks­ins í land­inu og fara í þá innviðaupp­bygg­ingu sem sam­fé­lagið þurfi sár­lega á að halda.

„Í stað skatta á fjár­magn og auðlinda­nýt­ingu er stefnt að auk­inni gjald­töku á al­menn­ing. Sam­göngu­kerfið verður van­rækt líkt og hjá fyrri rík­is­stjórn, heil­brigðisþjón­ust­una á að nýta til auk­ins einka­gróða, þar sem fjár­magn verður sótt í sam­eig­in­lega sjóði okk­ar - sjúkra­trygg­ing­ar, með auk­inni einka­væðingu og einka­rekstri, mennta­kerfið býr áfram við þreng­ing­ar og hús­næðismál liggja í lág­inni,“ seg­ir enn­frem­ur í álykt­un­inni.

VG standi hins veg­ar vakt­ina í stjórn­ar­and­stöðu ásamt öðrum fé­lags­lega sinnuðum öfl­um inn­an þings og utan. Flokk­ur­inn kalli eft­ir sam­stöðu þeirra afla „til að koma í veg fyr­ir óaft­ur­kræf­ar breyt­ing­ar á ís­lensku sam­fé­lagi.“ VG setji mann­rétt­indi, sjálf­bærni og jöfnuð sem fyrr í fyr­ir­rúm. Flokk­ur­inn vilji tryggja rétt­læti og fé­lags­leg­an jöfnuð öll­um til handa óháð aldri, kyni bú­setu, þjóðerni, lífs­skoðun, heilsu og efna­hag.

„Stærstu viðfangs­efni nýrr­ar ald­ar eru að stemma stigu við ójöfnuði og hlúa að lýðræði um all­an heim, verja nátt­úr­una fyr­ir gráðugum pen­inga­öfl­um og berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um sem ógna lífi á jörðinni. Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð held­ur þess­um sjón­ar­miðum til haga og mun sjá til þess að þess­ar stóru spurn­ing­ar verði á dag­skrá stjórn­mál­anna. Ísland á að vera sterk rödd í alþjóðasam­fé­lag­inu í þágu friðar og jöfnuðar.“

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/03/04/vill_samstodu_felagshyggjuafla/

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).