Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Uppgjör fyrstu 6 mánuði ársins á ríkissjóði

31. október 2016 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Á heimasíðu Ríkisendurskoðunar er að finna skýrslu til Alþingis vegna 6 mánaða uppgjörs ríkissjóðs.

Mynd 3.1 er áhugaverð og eins og ég hef ítrekað sagt flýtur þessi ríkisstjórn á stöðuleikaframlögum og bankaskatti.

Ríkisendurskoðun hefur þetta að segja um hvernig bókhaldið er fært til að staðan líti út fyrir að vera betri en hún raunverlega er:

“Núverandi framsetning yfirlitanna ofmetur „reglulegar“ tekjur ríkissjóðs og sýnir afkomu og fjárhagsstöðu hans í hagfelldara ljósi en áætlað var í upphafi árs. Tekju-afgangur í lok júní 2016 sem er talinn vera 57,6 ma.kr. í hefðbundnum rekstrar-yfirlitum er því ofmetinn um 68,0 ma.kr. og því ætti tekjuhalli ríkissjóðs að vera 10,4 m.kr. án stöðugleikaframlaganna.”

Á bls. 14 er að finna umfjöllun um velferðaráðuneytið og þar kemur m.a. fram að 5 af 6 heilbrigðisstofnunum eru í járnum og einhverjar með neikvæðan rekstur.

http://rikisendurskodun.is/

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).