Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Bág staða lögreglunnar

28. október 2016 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Ég hef látið mig stöðu lögreglu og sýslumanna varða á þessu kjörtímabili og lagt fram ýmsar fyrirspurnir hvað varðar þeirra störf. Lögreglumenn víða um land eru ósáttir við bæði kjör sín en líka starfsaðstæður og í okkar víðfema Norðausturkjördæmi er staðan slæm og fæstir lögreglumenn á hverja 1000 íbúa.

Í yfirlýsingu í gær frá lögreglufélaginu á Austurlandi segir m.a:

„Mannekla, búnaðarskortur, fjárskortur og áralangt skilningsleysi gagnvart störfum lögreglu er ekki til komið vegna vankunnáttu stjórnmálamanna, heldur vegna viljaleysis þeirra til að bæta stöðu lögreglunnar.“

Ég verð þó að lýsa mig ósammála þeirri fullyrðingu um dugleysi stjórnarandstöðunnar við að benda á stöðu lögreglunnar þar sem líklega fáir þingmenn hafa spurt og vakið eins mikla athygli á þeirri stöðu og ég fyrir hönd okkar Vinstri grænna. Ég hef verið í góðu sambandi við forystu félags lögreglumanna og mun verða það áfram.

Það er gríðarlega mikilvægt að bæta stöðu lögreglunnar bæði vegna öryggis okkar borgaranna og ferðamanna en ekki síður vegna öryggis lögreglumannanna sjálfra þar sem þeir eru oft einir á ferð í víðfemum kjördæmum.

Á þetta höfum við lagt áherslu í kosningabaráttunni á ferð okkar um kjödæmið og vona ég að lögreglumenn hafi það í huga þegar þeir velja hvar þeir setja sitt X á kjördag.

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).