Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Bókun minnihluta fjárlaganefndar vegna “skýrslu” sem skipti um nafn úti í miðri á

21. september 2016 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Minni hluti fjárlaganefndar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihluta fjárlaganefndar við kynningu og meðferð „skýrslu“ um endurreisn bankakerfisins sem þau kalla „einkavæðingu bankanna hina síðari“.

Minnihluti fjálaganefndar lagði til að vegna málatilbúnaðar yrði málinu vísað frá en sú tillaga var felld af meiri hlutanum. Svokölluð skýrsla sem lögð var fram þann 12. sept. s.l. er á ábyrgð meirihluta nefndarinnar. Sú skýrsla var kynnt á blaðamannafundi án þess að nefndin hefði fjallað um málið og uppfyllir engin skilyrði þess að geta talist skýrsla þingnefndar.

Á fundi nefndarinnar þann 21. sept. var lögð fram önnur skýrsla um sama efni í nafni formanns nefndarinnar sem gerir þessi vinnubrögð enn einkennilegri. Alvarlegt er að einstaklingar séu bornir svo þungum sökum eins og meirihluti fjárlaganefndar gerir í nafni fjárlaganefndar Alþingis. Það er eðlileg krafa að málið verði látið niður falla og meirihlutinn biðjist afsökunar á framferði sínu.

Posted in Óflokkað

3 ummæli

  1. Smitha369

    This is really attentiongrabbing, You’re a very professional blogger. I have joined your rss feed and sit up for in search of extra of your fantastic post. Also, I have shared your site in my social networks! dfgbfkdkbedcdfeg

  2. Pharme962

    Hello!

  3. online

    Hello!