Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Reykjavíkurmaraþon

14. ágúst 2016 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Jæja gott fólk nú er Reykjavíkurmaraþonið næstkomandi laugardag og þessi miðaldra kona ætlar að hlaupa til styrktar Björgunarsveitinni Tindi.

Mikið þætti mér vænt um að ættingjar, vinir, vandamenn og aðrir velunnarar björgunarsveitarinnar myndu leggja málefninu lið.

Framlög eru frjáls, nafnlaus eða undir nafni, og allt skiptir máli. Ekki verra að hvetja hlauparann með fallegum orðum. :-)

Einnig er hægt að styrkja með SMS en þá eru framlögin föst fjárhæð, 901-1000 er þúsundkall, 901-2000 er tvöþúsundkall og 901-5000 er fimmþúsundkall. Muna bara að setja númerið mitt með í skilaboðin 3083.

Endilega dreifið í gegnum ykkar tengslanet og látið þá sem þið teljið að viljið styrkja málefnið endilega vita og aðstoðið ef þess gerist þörf.

https://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar

Koma svo - allir með.

Með fyrirfram þakklæti.

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).