Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Reykjavíkurmaraþon og Björgunarsveitin Tindur

20. júlí 2016 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir #3083

Jæja gott fólk nú er sléttur mánuður þar til Reykjavíkurmaraþonið hefst og ég hef ákveðið að hlaupa og reyna að safna um leið einhverjum aurum til handa Björgunarsveitinni Tindi í Ólafsfirði. Næsta áheitahlaup verður fyrir Björgunarsveitina Stráka á Sigló en það er víst bara hægt að hlaupa til styrktar einu félagi í einu. :-)

Hvet ykkur til að styrkja þetta mikilvæga sjálfboðaliðastarf sem skiptir svo miklu máli hvort heldur vetur eða sumar eins og allir vita.

Látið boð ganga. Margt smátt gerir eitt stórt eins og einhvers staðar hefur verið skrifað.

Til að styrkja er hægt að kópera þennan hlekk og þá kemur upp síðan mín í hlaupinu.

https://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=42141

Á síðunni er hægt að styrkja með debet eða kreditkorti og velja fjárhæðina sjálf/ur.

Svo er hægt að STYRKJA MEÐ SMS

Sendu skilaboðin 3083 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr þá er hringt í 901 1000
2.000 kr þá er hringt í 901 2000
5.000 kr Þá er hringt í 901 5000

Með fyrirfram þakklæti.

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).