Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Bjarni Ben og forgangsmálin

17. júlí 2016 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Það var í sjálfu sér áhugavert að hlusta á Bjarna Ben í morgun í eintali hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni. Þar talaði Bjarni um forgangsröðun m.a. í heilbrigðiskerfinu en þar hefði þurft að skera niður eftir hrun en Bjarni virtist ekki muna að heilbrigðiskerfið var nánast gjaldþrota þegar hrunið varð undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Hann talaði um að kostnaðarþátttaka sjúklinga ætti að vera minni, sem ég er sammála, en undir stjórn Bjarna og Kristjáns Þórs er verið að færa heilbrigðismálin í hendur einkaaðila undir þeim formerkjum að þá verði þjónustan betri en kostnaðarþátttakan hefur ekki verið í forgrunni hjá þeim félögum.

Við í stjórnarandstöðunni höfum bent á það þessi þrjú ár sem Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Framsókn hafa setið við völd að fólk neitar sér um læknisþjónustu sem og að forstöðumenn Landsspítalans hafa sagt að þar sé ekki viðunandi ástand en á það hefur ekki verið hlustað og nú styttist í kosningar.

Ég vona að fólk sjái í gegnum þetta kosningaútspil Bjarna og kjósi ekki spillingarflokkana aftur til valda.

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).