Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Áfram til starfa á þingi!

10. maí 2016 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Kæru félagar

Nú er hafinn undirbúningur okkar Vinstri grænna fyrir komandi kosningar. Liður í því er að velja fólk á framboðslista. Í dag ættu félagar í VG í Norðausturkjördæmi að fá miða með upplýsingum um hvernig þeir geti tekið þátt í þessum undirbúningi. Ekki er um hefðbundið forval að ræða heldur fá félagar tækifæri til að tilnefna einstaklinga á lista.

Í gegnum árin hef ég gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn, verið formaður svæðisfélags og kjördæmisráðs og gjaldkeri þess. Loks sit ég í stjórn flokksins ásamt því að vera varaformaður þingflokksins.

Þessi þrjú ár á þingi hafa verið lærdómsrík og skemmtileg. Ég hef verið fulltrúi þingflokksins í fjárlaganefnd og allsherjar- og menntamálanefnd þar sem fjölmörg mál hafa verið til umfjöllunar sem varða landið allt. Ég vil bjóða fram krafta mína áfram og bið hér með um ykkar stuðning til þess að taka sæti á framboðslista VG í Norðausturkjördæmi fyrir næstu þingkosningar.

Ég hvet alla félaga til að taka þátt og nýja félaga til að skrá sig til liðs við Vinsti græn á http://vg.is/taktu-thatt/

Posted in Óflokkað

3 ummæli

  1. Jón Hjartarson

    Þú hefur staðið þig vel, vonandi kemstu áfram, ungt og gott fólk er okkur í Vg mjög dýrmætt

  2. Sigríður Stefánsdóttir

    Það er þörf á algjörri uppstokkun á þessum þingflokki okkar.

  3. Guðmundur

    Hverja viltu út og hvers vegna?