Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Aldrað fólk - hagir og viðhorf

6. nóvember 2015 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Þingflokkur Vinstri grænna hefur óskað eftir skýrslu um hagi og viðhorf aldraðra þar sem m.a. verði fjallað um ráðstöfunartekjur, húsnæðisstöðu, læknis- og lyfjakostnað, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, viðhorf eldri borgara til félagsþjónustu og félagsstarfs í viðkomandi ­sveitarfélagi, viðhorf eldri borgara til hækkaðs eftirlaunaaldurs og starfa á eftirlaunaaldri, framboð á hjúkrunarrými, kostnað við dvöl á hjúkrunarheimili og mat á þörf fyrir hjúkrunarrými til ársins 2040.

Staða kvenna með tilliti til eftirlauna og ráðstöfunartekna verði sérstaklega til umfjöllunar sem og staða innflytjenda sem náð hafa eftirlaunaaldri en kunna að hafa takmarkaðan eftirlaunarétt hér á landi og annarra sem ekki ná fullum eftirlaunarétti. Sérstaklega verði fjallað um áhrif aldurstengdrar réttindaávinnslu í þessu samhengi.

Hér er slóðin á beiðnina http://www.althingi.is/altext/145/s/0382.html

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).