Viðhald flugvalla
Í fjárlagafrumvarpi 2016 er fellt niður 500 milljóna króna framlag til viðhalds flugvalla á landsbyggðunum. Enn sem komið er hefur einungis farið fram viðhald á flugvellinum á Gjögri og því vert að spyrja hvort ríkisstjórnin ætlar að hætta við hina flugvellina eða næst að klára allt til áramóta? Því kaus fjármálaráðherra ekki að svara þegar ég spurði í dag við umræðu um fjárlög næsta árs.
Kannski er þetta bara seinagangur í sveitarfélögunum - eins og þegar kemur að uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar eins og ráðherra hefur komið áleiðis í fjölmiðla.
Nú þurfa sveitastjórnir og hagsmunaðilar að láta í sér heyra. Það er ótækt að fé sé veitt til slíkra aðgerða en verði svo fellt niður.
Ég hvatti formann fjárlaganefndar í ræðu minni í dag til að fá þessar upplýsingar strax þannig að hægt væri að bregðast við.
Posted in Óflokkað