Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Stafrænn ferðafélagi

6. ágúst 2015 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Verð að deila með ykkur stórsniðugu framtaki sem ég vissi ekki af fyrr en í sumar. Um er að ræða hnita- og hljóðskrár sem innihalda fræðsluefni um náttúrufar og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs. Hægt er að hlaða niður og nota á meðan þjóðgarðurinn er heimsóttur sem að gerir upplifunina enn meiri en ella.

Hvet áhugasama til að kíkja á vef Náttúrustofu Austurlands og kynna sér málið enn frekar.

Hér er beina slóðin á Stafræna ferðafélagann.

http://nattaust.maps.arcgis.com/apps/MapTour/index.html?appid=3718ae1173d540719490dc710853ed72

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).