Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Árgangsmót ´65

6. ágúst 2015 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

Við höfum hist reglulega árgangur 1965 frá Sigló í gegnum árin - á fimm ára fresti. Nú er fimmtugsárið okkar og sumir hafa náð þeim ágæta aldri aðrir eru svolítið seinna á almannakinu.gan

En við hittumst sem sagt á Sigló um nýliðna helgi stór hluti hópsins og er óhætt að segja að fjörið hafi verið mikið og skemmtilegheitin allsráðandi.

Heimamenn höfðu veg og vanda af undirbúningi og skipulagningu sem fól meðal annars í sér að skipuleggja ratleik með mörgum afar skemmtilegum þrautum sem sumar reyndu ansi hreint vel á “sellurnar”.

Við heimsóttum Kolla og lögðum blóm á leiðið hans og svo var sungið undir dyggum forsöng Bigga, farið var í sögugöngu um bæinn með leiðsögn Ómars Hauks sem bæði rifjaði upp og sagði okkur frá húsum og sögum þeirra sem við ekki vissum en óhætt að segja að einhverjir hafi fengið “flassbakk” í minningarsjóðnum, grunnskólinn gamli var heimsóttur og gáfum við tvo forláta stóla í sérkennslustofuna.
En nokkar myndir er að finna á http://www.siglo.is/is/frettir/myndasyrpa-argangsmot-65 sem Nonni Björgvins tók þegar við vorum rétt sest niður á laugardagskvöldið og borðhald að hefjast.

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).