Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

45 kjarasamningar að renna út – Launafólk tilbúið í hörð átök

6. ágúst 2015 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

45 kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út í lok þessa mánaðar. Þingmaður segir ljóst að verkafólk sætti sig ekki við annað en verulegar launahækkanir og sé tilbúið til að fara í hart til þess.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs vakti athygli á þessu í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Hún sagði að í kjördæmaviku Alþingis í síðustu viku hefði hún hitt fjöldan allan af fólki og átt við það samræður. Þær samræður hefðu ýtt stoðum undir þessa skoðun hennar. Hækkun matarskatts hafi hitt fólk illa fyrir, áætlanir um tekjuskattsbreytingar vekji upp, aukin sjúklingagjöld og það óefni sem húsnæðismál væru komin í, allt þetta væri lóð á vogarskálar þess að nú myndi launafólk láta sverfa til stáls.

Bjarkey gagnrýndi forsvarsmenn atvinnulífsins fyrir að halda á lofti þeirri skoðun að allt færi á hliðina í samfélaginu ef lægstu laun yrðu hækkuð. Launafólk hyggðist fylgja kröfum sínum eftir með átökum, ef með þyrfti.

“Allt þetta hefur gert að verkum að fólk er tilbúið til að fara í hart. Það sættir sig ekki lengur við að vera sagt sagt sé að hér fari allt á hliðina, hér fari verðbólga af stað ef lægstu laun hækka.”

Birtist á Eyjunni

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/02/17/45-kjarasamningar-ad-renna-ut-launafolk-tilbuid-i-hord-atok/#.VOO4xwNFjws.facebook

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).