Bjarkey - hugsar upphátt

- Því skemmtilegra sem þér finnst lífið, þeim mun meiri gleði muntu finna í því -

Fjárlögin - stefna ríkisstjórnarinnar

1. október 2013 | Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/10/01/thetta_er_stodnunarfrumvarp_4/

Vantar að vísu ummæli mín um skattaákvarðanir ríkisstjórnar SDG og BB frá því í sumar er varða m.a. veiðigjöldin.

„Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út, þetta er stöðnunarfrumvarp og augljóslega töluverður niðurskurður sem boðaður er,“ segir Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG, um fjárlagafrumvarpið sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lagði fram á Alþingi í dag klukkan fjögur. Bjarkey situr í fjárlaganefnd fyrir hönd VG.

„Það sem stingur helst í augu er sjúklingaskattar sem á að leggja á, bæði á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem og eru tækjakaup skorin niður,“ segir Bjarkey, hún kveðst ósátt við að auðlegðarskatturinn og orkuskatturinn verði ekki framlengdir og segir það kosta ríkið um 10 milljarða.

Lagt var fram fjárlagafrumvarp á Alþingi í dag.
Lagt var fram fjárlagafrumvarp á Alþingi í dag. Rósa Braga
Þá segir hún að Seðlabankanum er ætlað að greiða um 10 milljarða í vaxtatekjur samkvæmt frumvarpinu. „Það er bara millifærsla milli vasa.“

Er ánægð með bankaskattinn

Hún segist sjá mikinn samdrátt í frumvarpinu á opinberum fjárfestingum. „Þau virðast ætla að slá af alla rannsókna- og þróunarstyrki meira og minna, hvort sem það tilheyrir skapandi greinum eða ferðaþjónustunni. Þeirra boðorð er auðvitað að minnkandi skattheimta skili meiri tekjum, en það teljum við ekki. Við töldum að með því að slá ekki af sköttunum hefðum við getað haldið þessu til streitu.“

Þá tekur Bjarkey sérstaklega eftir að skorið verði niður sóknaráætlanir landshluta um 96% en hún var áður bæjarfulltrúi í Fjallabyggð. „Það verður mikil óánægja með þetta.“

Bjarkey segir lítið vera gert sem kemur fjölskyldunum í landinu beint við.
Ég tel það skynsamlegt að lækka skattþrepið á millitekjuhópnum. „Ég hefði þó viljað sjá það einnig fyrir neðsta þrepið. En ég er einnig ánægð með bankaskattinn ef það verður framkvæmanlegt.“ Hún segir rétt hafa náð að kynna sér frumvarpið og mun leggjast betur yfir það.

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).